
VERTU HÖFUNDUR EIGIN LÍFS
Lífið þitt er handrit,
þú ákveður hvernig sagan þróast.
EVOKE x Innri trúðurinn er heilsdagsferðalag sem hjálpar þér að stíga út úr sjálfvirkninni, endurskrifa söguna sem þú lifir og velja hlutverk þitt með meðvituðum ásetningi.
Dagsetning: TBC
Staðsetning: TBD
Við erum öll persónur í eigin leikriti. Við stöndum í miðju lífsins, með bakpokann fullan af sögum. En sagan þín er ekki fullskrifuð.
Hvað er EVOKE x Innri trúðurinn?
EVOKE x Innri trúðurinn er heilsdagsferðalag sem sameinar kraft EVOKE-aðferðarinnar og innsæi innri trúðsins til að hjálpa þér að:
-
Dýpka tengsl við sjálfan þig og aðra
-
Auka seiglu og sjálfstraust
-
Opna nýjar leiðir í sjálfsþekkingu, tjáningu og ákvarðanatöku
-
Opna dyr að meiri sköpunargleði og frelsi – í lífi, starfi og framtíðarsýn
Við nýtum einnig HeartMath® tækni, sem styrkir tengsl heila og hjarta og eykur sjálfsöryggi, tilfinningagreind og innri jafnvægi.
EVOKE x Innri trúðurinn
EVOKE – eftir Önnu Rósu Parker
EVOKE er umbreytandi aðferð sem hjálpar þér að endurskrifa söguna sem þú lifir og stíga inn í hlutverk þitt með meðvitaðri ásetningu. Við nýtum kraft frásagnar til að:
-
virkja tilfinningar
-
örva ímyndunarafl
-
skapa tengsl sem sitja eftir
-
Þetta er ferðalag þar sem breytingin er ekki bara hugræn heldur hún er fundin, mótuð og lifuð.
Innri trúðurinn – Halldóra Geirharðsdóttir
Innri trúðurinn byggir á alþjóðlegri trúðatækni sem opnar dyr að leikgleði, æðruleysi og sjálfstrausti. Þar lærir þú að:
-
sleppa tökum á óöryggi og ótta
-
tengjast sjálfum þér og öðrum á dýpri hátt
-
sjá „mistök“ sem möguleika
Leikurinn afhjúpar sjálfsmynd án grímu og gefur þér verkfæri til að takast á við streitu, samskiptaáskoranir og sjálfsdóm – með meira frelsi og léttleika.
Fyrir hvern er þetta?
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú:
-
Vilt taka stjórn á eigin sögu og skapa framtíð sem endurspeglar þig og þín gildi
-
Finnur að þú ert föst/fastur í sama handriti og vilt opna nýjar leiðir í lífi og starfi
-
Þráir dýpri tengingu við sjálfa(n) þig og aðra
-
Vilt efla sjálfstraust og seiglu til að takast á við breytingar og ákvarðanir
-
Leitar að nýrri sýn sem sameinar sköpunargleði, tilfinningagreind og meðvitaðan ásetning
Námskeiðið hentar bæði einstaklingum og fagfólki - leiðtogum, frumkvöðlum, listafólki, teymum og þeim sem vilja lifa meira í takt við sjálfan sig.
Þú færð:
-
Dýpri sjálfsvitund og sterkara sjálfsvirði → þú stendur traust(ur) í eigin sögu
-
Sterkari tilfinningagreind → lærir að lesa þig sjálfa/n og aðra betur
-
Meiri sköpunargleði → nýjar leiðir til tjáningar og hugmynda
-
Hugrekki í ákvarðanatöku → skýrari rödd og meiri trú á næstu skrefum
-
Ferskt viðhorf og skýr markmið → lífið og starfið fari í takt við þig og þín gildi
ORÐ ÞÁTTTAKANDA

Skráningarform
Skráðu þig hér og við sendum svo staðfestingu og upplýsingar um greiðslu.
Hagnýtar upplýsingar
Algengar spurningar
Er engin fyrri reynsla nauðsynleg?
Nei, alls ekki — opinn hugur dugar!
Get ég fengið endurgreitt?
Já, flest stéttarfélög bjóða endurgreiðslur. Hafðu samband við þitt félag til að fá nánari upplýsingar.
Er þetta fyrir fyrirtæki/teymi?
Já! Hægt er að bóka lokað námskeið fyrir fyrirtæki eða teymi. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.
Má koma ein/n?
Endilega! Margir mæta einir og kynnast frábæru fólki.
Hvernig virkar greiðslan?
Eftir að þú skráir þig sendum við þér staðfestingu og reikning á netfangið þitt og í heimabankann.
Þú getur greitt með millifærslu eða lagt reikninginn beint inn til stéttarfélagsins ef þú sækir um endurgreiðslu þar.
-
Dagsetning: TBC
-
Verð: ISK 42,000
-
Leiðbeinendur: Anna Rósa Parker (EVOKE) & Halldóra Geirharðsdóttir (Innri trúðurinn)
-
Tengiliður: anna@annarosaparker.com, 624-8288
-
Vefur: annarosaparker.com/namskeid
Endurgreiðsla stéttarfélaga
Flest stéttarfélög endurgreiða hluta eða allan kostnað. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá staðfestingu á endurgreiðslu.