top of page
EVOKE Aðferðafræðin.png

Hæ! Ég heiti Anna Rósa Parker

og er mark- og teymisþjálfi, frumkvöðull & penni af ýmsu af tagi

Anna Rosa Parker Personal Brand Expert

Ég hannaði aðferðafræði sem heitir EVOKE

EVOKE er nýstárleg og skapandi stefnumótun sem hjálpar stjórnendum og starfsmönnum að endurstilla samskiptin með skýrleika og hugrekki, þar sem einstaklingar innan hópsins skoða rætur, gildi, þekkingu, markmið og ímynd í samhengi við liðsheild fyrirtækis. Með EVOKE næst ný nálgun með frásagnargleði sem eflir menningu og þéttir raðirnar í teymisvinnu.

Þekktu hópinn þinn og taktu skarpari ákvarðanir með EVOKE aðferðafræðinni

EVOKE er stefnumótun fyrir hópa / teymi þar sem einstaklingar innan hópsins skoða rætur, gildi, markmið og ímynd í samhengi við liðsheild fyrirtækis með skemmtilegri og skapandi nálgun. Þar af leiðandi öðlast þau meiri yfirsýn og sjálfstraust til þess að taka skarpari og betri ákvarðanir tengdar teyminu, vörumerkinu og fyrirtækinu sjálfu.

Anna Rosa Parker Brand Consultant Iceland
Viking in Heels

Hver er Anna Rósa?

ARP in nyc.png

Anna Rósa er er mark- og teymisþjálfi, frumkvöðull & penni af ýmsu af tagi - sem býr hvoru tveggja í New York og Reykjavík þar sem hún vinnur með hópum, fyrirtækjum, einstaklingum og menntastofnunum að persónulegri stefnumótun, stjórnendaþjálfun, markaðsskrifum og mótun vörumerkja.

Hún útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá University of

Washington árið 2000, auk þess sem hún hefur lokið námskeiðum í sjálfsvitund

og samfélagsvitund og er vottaður þjálfari frá HeartMath® Institute.

Anna Rósa er leiðbeinandi hjá New York University (NYU) þar sem hún heldur

reglulega fyrirlestra í mismunandi deildum og kennir EVOKE aðferðafræðina

sem hún hannaði í New York og þróaði á Íslandi.

Þá hefur Anna unnið í rúman áratug sem hugmynda- og textasmiður, bæði í

Bandaríkjunum og á Íslandi með viðskiptavinum og fyrirtækjum sem sérhæfa sig

í upplifun, lífsstíl, hönnun og vöruþróun. Meðal fyrirtækja sem hún hefur starfað

með eru Nordstrom, Baccarat Hotel and Residences, 1 Hotels, Furtuna Skin,

Sóley Organics, Meet in Reykjavík og tennisleikaranum Venus Williams svo

eitthvað sé nefnt.

Anna Rósa hefur glöggt auga þegar kemur að samskiptum, framkomu og

hegðun fólks. Með bakgrunn sem leikkona og leikskáld hefur hún djúpstæðan

skilning á persónuþróun og frásögn auk þess að koma vel fram.

bottom of page