top of page

EVOKE aðferðafræðin
--------------------------------------------

Hvað er þetta?

EVOKE aðferðafræðina sem er listræn tækni þar sem einstaklingar skoða rætur sínar, gildi og markmið í samhengi við liðsheild fyrirtækis með nýstárlegri og skemmtilegri nálgun. 

 

Fyrir hvern er þetta?

EVOKE aðferðarfræðin er byggð á nýstárlegum og skapandi ramma til að hjálpa einstaklingum, hópum, leiðtogum og starfsmönnum til að endurstilla samskipti með skýrleika og hugrekki.

Hvað fæ ég út úr þessu?

Nýtt sjónarhorn á hvað þú vilt standa fyrir og lífið í heildina. Árangur þíns starfsferils og tilveru byrjar með uppruna persónulegrar hegðunar og ákvarðanatöku. 

Með EVOKE næst ný nálgun við frásögn sem endureflir menningu og samræmir teymi.

 

Hvað situr eftir?

Ný nálgun og tenging við hver þú ert, efling sjálfsvitundar og aukið sjálfstraust sem gefur þér skýrari sýn á hver þú ert í dag, hvert þú ætlar og hvað þú vilt ekki. Eftir þessa vinnu munt þú einnig losa þig við samanburð við aðra og aðra neikvæða þætti sem hægja á þér.

​BYRJUM Á OKKUR SJÁLFUM

Ef þín persónulega ímynd eru óljós öðrum, er líklegast að þín sjálfsvitund skorti samhengi. EVOKE aðferðafræðin gerir þér kleift að skilja og treysta ákvörðunum þínum og efla sjálfstraust þitt og sjálfsmat sem hjálpar þér að sjá heildarmyndina og efla þannig hamingju og árangur í lífinu

 

Opnaðu á sköpunarkraftinn þinn og hannaðu nýja sannfærandi frásögn af þér og þínum hæfileikum - sem hjálpar öðrum að skilja þig betur og sjá. Einnig munt þú endurskipuleggja og breyta venjum þínum og þróa tilfinningagreind þína.

 

Anna Rósa Parker.jpg

UM ÖNNU RÓSU

Anna Rósa Parker er hugmynda- og textasmiður, ráðgjafi og fyrirlesari. Hún er frumkvöðull sem býr hvoru tveggja í New York og Reykjavík þar sem hún vinnur með hópum, fyrirtækjum, frumkvöðlum og menntastofnunum að persónulegri þróun, stjórnendaþjálfun, markaðsskrifum og mótun vörumerkja.

Anna Rósa útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist og leikhúsfræðum frá University of Washington árið 2000, auk þess sem hún hefur lokið námskeiðum í sjálfsvitund og samfélagsvitund. Í janúar 2024 lauk hún þjálfara námskeiði í seiglu og þrautseigju frá HeartMath® Institute.

Frá árinu 2022 hefur Anna Rósa haldið reglulega fyrirlestra í mismunandi deildum hjá New York University (NYU) um EVOKE aðferðafræðina sem hún hannaði í heimsfaraldrinum. Þá hefur Anna Rósa unnið í rúman áratug sem hugmynda- og textasmiður, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi með viðskiptavinum og fyrirtækjum sem sérhæfa sig í upplifun, lífsstíl, hönnun og vöruþróun.

 

Meðal fyrirtækja sem hún hefur starfað með eru Nordstrom, Baccarat Hotel and Residences, 1 Hotels, Furtuna Skin, Sóley Organics, Meet in Reykjavík og þá má nefna tennisleikarann Venus Williams svo eitthvað sé nefnt.

Með bakgrunn sem leikkona og leikskáld hefur hún djúpstæðan skilning á persónuþróun og frásögn auk þess að koma vel fram á sviði.

bottom of page