ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG + HÓPINN ÞINN
OG TAKTU SKARPARI ÁKVARÐANIR
MEÐ EVOKE AÐFERÐAFRÆÐINNI
--------------------------------------------
EVOKE er persónuleg stefnumótun þar sem einstaklingar skoða þekkingu sína, rætur, gildi, markmið og ímynd í samhengi við liðsheild fyrirtækis með skemmtilegri og skapandi nálgun. Þar af leiðandi öðlast þau meiri yfirsýn og sjálfstraust til þess að taka skarpari og betri ákvarðanir tengdar teyminu, vörumerkinu og fyrirtækinu sjálfu.
Aðferðarfræðin er nýstárleg og skemmtileg leið til að hjálpa stjórnendum og starfsmönnum að endurstilla samskiptin með skýrleika og hugrekki. Með EVOKE næst ný nálgun með frásagnargleði sem eflir menningu og þéttir raðirnar í teymisvinnu.
EVOKE aðferðafræðin er blanda af skapandi stefnumótun og vísindalegri tækni sem getur breytt grunnlínu hugarfars okkar.
Hér getur fólk öðlast nýtt sjónarhorn á hvað það vill standa fyrir innan fyrirtækisins og lífið í heildina. Árangur starfsferils og tilveru okkar byrjar með uppruna persónulegrar hegðunar og ákvarðanatöku.
Eftir stefnumótunina mun fólk búa að nýjum styrkleikum og þekkingu um hvernig best er að hugsa fyrir hönd fyrirtækisins, virkja gildi þess, öðlast meiri yfirsýn og tengingu gagnvart starfinu sem og virkja áttavitann innan sem utan vinnunnar.