top of page

ENDURHANNAÐU LÍF ÞITT
með EVOKE persónulegri aðferðafræði
--------------------------------------------

Hvað er þetta?

Persónuleg þróun og sjálfsefling til að rækta sjálfsmyndina. EVOKE stendur fyrir JÖRÐ, GILDI, MARKMIÐ, ÞEKKINGU og STÍL. Þessir fimm þættir eru samsetning af okkar lífi, starfsferli og okkar persónulega vörumerki.

 

Af hverju á ég að gera þetta?

Þér er gefið tækifæri á því að taka til innra með þér sem utan. Ef ekki núna, þá hvenær? EVOKE aðferðafræðin var hönnuð til að hjálpa þér að losna við innri þvingun, bera kennsl á sjálfsmat og efla sjálfsvitund og tilfinningagreind. Hver er ekki til í að betrumbæta daglegar venjur og endurhanna líf sitt? 

Hvað fæ ég út úr þessu?

Nýtt sjónarhorn á hvað þú vilt standa fyrir og lífið í heildina. Árangur þíns starfsferils og tilveru byrjar með uppruna persónulegrar hegðunar og ákvarðanatöku. Þessi vinna gefur þér færi á því að skoða hver þú ert í dag og hver þú vilt vera á morgun, sem og styrk til þess að breyta neikvæðum vana og hugsunum. 

 

Hvað situr eftir?

Ný nálgun og tenging við hver þú ert, efling sjálfsvitundar og aukið sjálfstraust sem gefur þér skýrari sýn á hver þú ert í dag, hvert þú ætlar og hvað þú vilt ekki. Eftir þessa vinnu munt þú einnig losa þig við samanburð við aðra og aðra neikvæða þætti sem hægja á þér.

--------------------------------------------

 

ENDURHANNAÐU LÍF ÞITT

Tilgangur EVOKE aðferðarinnar er að þú skilgreinir tilgang þinn, endurhannir líf þitt og skrifir þér nýja sögu.

 

Þú munt byrja að skilja sjálfsmynd þína á fordómalausan hátt og koma á samfelldri frásögn og ímynd - efla sjálfsvitund og tilfinningagreind. Þú munt upplifa meira fullnægjandi líf án þess að dæma þig og aðra - sem gerir það auðveldara að fá vinnu, lifa hamingjusamara lífi og búa til persónulegt vörumerki sem er sönn og einlæg framlenging af þér.

​BYRJUM Á OKKUR SJÁLFUM

Ef þín persónulega ímynd eru óljós öðrum, er líklegast að þín sjálfsvitund skorti samhengi. EVOKE aðferðafræðin gerir þér kleift að skilja og treysta ákvörðunum þínum og efla sjálfstraust þitt og sjálfsmat sem hjálpar þér að sjá heildarmyndina og efla þannig hamingju og árangur í lífinu

 

Opnaðu á sköpunarkraftinn þinn og hannaðu nýja sannfærandi frásögn af þér og þínum hæfileikum - sem hjálpar öðrum að skilja þig betur og sjá. Einnig munt þú endurskipuleggja og breyta venjum þínum og þróa tilfinningagreind þína.

NÝTT UPPHAF - NÝ NÁLGUN  - NÝ MARKMIР

Unnovation eða ónýting er orðatiltæki sem ég nota þegar við breytum, sleppum, heiðrum, aðlögum, könnum og endurstjórnum. Þetta er spennandi tími fyrir þig til að endurhanna LÍFIÐ þitt, verða DRAUMA útgáfan af sjálfri þér, og VIRKJA hæfileika þína, framtíðarsýn og ástríðu.

--------------------------------------------

 

Anna Rósa Parker.jpg

Hæ! Ég heiti Anna Rósa Parker

Ég elska að hjálpa fólki að efla sjálfsvitund sína og endurhanna líf sitt. Frumkvöðullinn hefur ávallt búið innra með mér og ég trúi því að ég hafi hannað mitt eigið líf. Í dag bý ég í New York og Reykjavík, þar sem ég vinn með einstaklingum, fyrirtækjum og menntastofnunum að persónulegri þróun, textahönnun og mótun vörumerkja. 

 

Það var ekki mikið um að vera á Íslandi þegar ég ólst þar upp, sem skýrir ríka sköpunarþörf mína. Ég trúi á kraft tilfinningagreindar og grunngildi mín - sem eru réttlæti, samkennd, vellíðan, ráðvendni og húmor. Eins og margir með listrænt hugarfar stóð ég stundum í vegi fyrir sjálfri mér, sem var ein ástæða þess að ég hannaði EVOKE aðferðafræðina. 

Með bakgrunn sem leikkona og leikskáld hef ég djúpstæðan skilning á persónuþróun og frásögn. Ég hef líka þekkingu og reynslu í sjónvarpsframleiðslu - bæði fyrir framan myndavélina og á bak við tjöldin. 

 

Ég hef starfað í mörg ár að markaðsmálum í Bandaríkjunum og eru viðskiptavinir mínir fyrirtæki sem sérhæfa sig í lúxuslífsstíl, tísku og hótelrekstri. Meðal fyrirtækja sem ég hef starfað með eru Nordstrom, Baccarat og Starwood Resorts & Hotels og þá má nefna tennisleikarann Venus Williams svo eitthvað sé nefnt.


Þegar þú byrjar að breyta þér innan frá og skilja hver þú ert og af hverju þú ert eins og þú ert í dag - þá fyrst getur þú orðið sú manneskja sem þú þráir að vera á morgun. Þú munt byrja að sjá umheiminn á nýjan hátt og upplifa jákvæðar breytingar á ytra umhverfi þínu.

bottom of page